Erasmus

30. maí 2017

Landakotsskóli tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi Erasmus með Svíum, Króötum, Slóvenum og Grikkjum
Samstarfsfólk frá þessum þjóðum komu til landsins í síðustu viku.  Við funduðum og skoðuðum skóla hér í nágrenninu.
Einnig höfðu þau tækifæri á að skoða landið en við fórum með þau að skoða Þingvelli, Gullfoss og Geysi.
Allir voru sammála um gæði skólanna hér og fegurð landsins.
Það er ómetanlegt að vera í samstarfi og læra hver af öðrum til að gera gott skólastarf enn betra.