Stærðfræðikeppni grunnskóla

6. apríl 2017

 

Um helgina var tilkynnt um úrslit í stærðfræðikeppni grunnskóla sem Menntaskólinn i Reykjavík stendur fyrir. Þetta er í 16 sinn sem keppnin er haldin og aldrei hafa fleiri skólar tekið þátt. Keppnin fór fram í þremur flokkum, í 8.bekk, 9. bekk og 10. bekk og var fjöldi þátttakenda í hverjum flokki á bilinu 120 - 140. Sigríður Hjálmarsdóttir hefur ætíð hvatt nemendur sína til þátttöku og hefur þeim oft gengið vel. Að þessu sinnu varð Tumi í 10. bekk í fjórða sæti og Theresa í 8. bekk varð í þriðja sæti. Þetta er frábær árangur og óskum við þeim og Sigríði til hamingju með árangurinn.