Samsöngur 16. desember

Það var mjög skemmtilegt að fá svona flottan undirleik og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

samsöngur

Mikið er svo um að vera næstu daga í skólanum.

Á miðvikudag er Jólaball hjá unglingastiginu kl. 19. 

Á fimmtudaginn er jólasýning og ball í tveimur lotum. Jólasýningarnar fara fram í safnaðarheimilinu.

Fyrri hópur kl. 9:30 - 11:00

          5 ára

          2. bekkur

          4. bekkur

          7. bekkur

          8. - 10. bekkur

Seinni hópur kl. 12:00 - 13:30

          1. bekkur

          3. bekkur

          5. bekkur

          6. bekkur

          8. - 10. bekkur 

Hóparnir mæta stundvíslega í sínar stofur, sá fyrri kl. 9:30 og sá seinni kl. 12:00.

Á föstudaginn eru litlu jólin kl. 10 og helgistund í kirkjunni kl. 11. Í kirkjunni mun hinn ört vaxandi skólakór syngja, nemendur lesa jólaguðspjallið og leikið verður á hljóðfæri.  Að athöfn lokinni hefst jólaleyfi.

Fyrsti skóladagur á nýju ári er mánudagurinn 5. janúar samkvæmt stundaskrá.