Boð frá kaþólsku kirkjunni

Kaþólska kirkjan býður öllum börnum sem áhuga hafa á að búa til fjárhús til að minnast boðskaps jólanna. Skólinn á gott samstarf við kirkjuna og viljum við því benda öllum á þennan möguleika. Börnin munu smíða og mála útskornar tréstyttur undir leiðsögn. Vinnustofan verður næsta laugardag, 29. nóvember kl. 14 – 16 í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir eru velkomnir og óþarfi er að skrá sig.