Hera Sigurðardóttir

Hera Sigurðardóttir  lauk námi frá KHÍ 1985 með hannyrðir og smíði sem valgein. Það sama haust hóf hún kennslu við Vesturbæjarskóla og kenndi smíðar til að byrja með en frá haustinu 2004 hefur hún kennt bekkjarkennslu.


Hera gerði hlé á kennslunni1993 – 95 til að stunda nám við Spinelliskólann í Flórens en þar nam hún viðhald, viðgerðir og uppgerð fornra húsmuna (forvarsla).


Veturinn 2002 – 3 stundaði hún nám í ítölsku við Háskóla Íslands með kennslustörfum og vorið 2004 fór hún til náms við Háskólann í Flórens.

 

Hera hlaut ásamt Bryndísi Gunnarsdóttur samkennara sínum hvatningarverðlaun Heimilis og skóla árið 2005 fyrir þróunarverkefnið „Allir í sama liði“ sem miðar að því að hvetja foreldra til að fylgjast betur með velferð barna sinna í skólanum og taka aukinn þátt í skólastarfinu.

 

Veturinn 2008-2009 fékk hún námsleyfi og hóf sitt meistaranám. Í HÍ lagði hún stund á sálfræði,starfendarannsóknir, náttúrufræði og útikennslu.

 

Hera hefur gegnum tíðina sinnt endurmenntun vel t.d í lestrarkennslu, stærðfræði og fl.

Haustið 2015 hóf hún kennslu við Landakotsskóla og kennir yngstu bekkjum.

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Ingibjörg Jóhannsdóttir fékk Fulbrigt styrk til að stunda listarnám  í New York og lauk masternámi frá  Pratt Institute  árið 1994 og námi í kennslufræði frá Háskóla Íslands árið 1997. Í 18 ár vann Ingibjörg í  Myndlistaskólanum í Reykjavík, sem kennari, deildarstjóri og skólastjóri og þróaði ýmsar nýungar innan skólans eins og stúdentsprófsdeild, diplómadeildir í Teikningu og Textíl og samstarf skólans við grunnskóla og leikskóla. Vorið 2014 var Ingibjörg ráðin skólastjóri Landakotsskóla. Ingibjörg hefur áhuga á skapandi kennsluháttum og skrifaði rit um Sköpun í skólastarfi  (2012) sem menntamálaráðuneytið gaf út.  Ingibjörg hefur áhuga á skapandi kennsluháttum og gildi listnáms í skólastarfi.