27. janúar

Tölvur og notkun þeirra

Þetta er mér umhugsunarefni þessa dagana. Ég hvet foreldra til þess að hlusta á fyrirlestur á þessari slóð: http://www.fyrirlestrar.is/fyrirlestrar/ofnotkun-netsins-netfikn

Börnin hafa mikinn áhuga á tölvum og hann vex í réttu hlutfalli við aldur. Öll börn alast nú upp við þráðlaust net á heimili þar sem er tölva/tölvur og líklega hafa allir eldri nemendur skólans aðgang að tölvu í herbergi sínu. Ég hvet foreldra til þess að kynna sér bækling frá Vodafone um margvíslegar netvarnir; t.d. er hægt að slökkva á neti að kvöldlagi, setja upp síur sem loka á óþverra o.s.frv. Þá hef ég orðið var við að tölvuleikir hafa truflað nám nemenda, einkum drengja. Tölvur eru frábær tæki en ekki er allt gull sem glóir á netinu. Afar brýnt er að beina tölvunotkun inn á skapandi brautir.

Með góðri kveðju,

Sölvi

Gjaldskrá

Karitas Sumati Árnadóttir er forstöðukona Frístundar.

Gjaldskrá er sem hér segir:

Vistun til kl. 16.00 með síðdegishressingu:

5 dagar í viku kr. 15.400 á mánuði

4 dagar í viku kr. 12.500 á mánuði

3 dagar í viku kr. 9.600 á mánuði

2 dagar á viku kr. 6.700 á mánuði

1 dagur í viku kr. 3.800 á mánuði

 

Ef barnið er vistað til 16.30 bætast 300 kr. við á dag, eða 1.500 kr. fyrir vikuna, 6.000 á mánuði

Ef barnið er í vistinni til 17.00 bætast 500 kr. við á dag, eða 2.500 kr. fyrir vikuna, 10.000 fyrir mánuðinn.

Gjaldskrá fyrir síðdegishressingu sem er innifalin í ofangreindu verði:

5 dagar í viku kr. 3.500 á mánuði

4 dagar í viku kr. 2.700 á mánuði

3 dagar í viku kr. 2.100 á mánuði

2 dagar í viku kr. 1.400 á mánuði

1 dagur í viku kr. 700 á mánuði

70% afsláttur er veittur vegna annars barns og þriðja barn fær frítt nema hvað síðdegishressinguna varðar. Ef óskað er eftir breytingum á vistun fyrir barnið þarf að tilkynna það með viku fyrirvara. Fyrirspurnum viðvíkjandi fjármál svarar Sigríður Norfjörð fjármálastjóri.