Jólakveðja!

Kór Landakotsskóla syngur hér Vögguvísa á jólum/Christmas lullaby undir stjórn Nönnu Hlífar Ingvadóttur tónlistarkennara skólans á jólagleði Landakotsskóla. Undirleikarar eru Rúna Karlotta Davidsdóttir, nemandi í 4. bekk, Dagný Arnalds og Sólrún Gunnarsdóttir tónlistarkennarar. 

Starfsfólk Landakotsskóla óskar öllum nemendum og aðstandendum gleðilegrar hátíðar og góðs og farsæls komandi árs, með þökkum fyrir árið sem er að líða. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur á nýju starfsári, þriðjudaginn 3. janúar 2023.