Heimsins stærsta kennslustund

20221206 110031

Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

Verkefnið Heimsins stærsta kennslustund var formlega sett af stað í Landakotsskóla þriðjudaginn 6. desember sl.

Eliza Reid, forsetafrú og verndari Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hélt erindi um mikilvægi menntunar og Magnús Þór Jónsson formaður KÍ, ávarpaði gesti. Fulltrúar frá Ungmennaráði heimsmarkmiða SÞ voru einnig á staðnum.  

Heimsins stærsta kennslustund er verkefni sem miðar að því að efla fræðslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og auka vitund nemenda um alþjóðamál og sjálfbærni. Þemað að þessu sinni er heimsmarkmið nr. 4 – Menntun fyrir alla.

Námsefni um heimsmarkmið 4, má finna  á vef Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, https://www.un.is, undir Heimsins stærsta kennslustund 2022.

UNESCO-skólaverkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytisins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, en eitt forgangsmála verkefnisstjórnar sem vinnur að innleiðingu heimsmarkmiðanna hér á landi er að efla menntun og fræðslu þegar kemur að sjálfbærni, frið og mannréttindum. UNESCO-skólar eru um 12 þúsund talsins um heim allan í yfir 180 löndum. Áhersluatriði þeirra eru friður og mannréttindi, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, alþjóðasamstarf og starfsemi SÞ. UNESCO-skólar á Íslandi eru nú 17 talsins, einn leikskóli, sex grunnskólar og tíu framhaldsskólar.