Katrín Jakobsdóttir heimsækir Scriptorium

Valáfanginn Scriptorium fékk góða heimsókn í síðustu viku frá forsætisráðherra. Hér eru hennar eigin orð um heimsóknina:

4. júní

Dagarnir þróast stundum öðruvísi en ætlunin er. Í dag fór öll tímaáætlun úr skorðum sem endaði með því að það sem átti að vera korters innlit í „skriptoríum“ í Landakotsskóla í hádeginu (þar sem unnið er með einbeitingu og handverk) breyttist í meira en klukkutímaheimsókn í eftirmiðdaginn þar sem Ingibjörg Jóhannsdóttir og hennar fólk kynnti okkur starf skólans. En það var auðvitað miklu skemmtilegra því að það er gott að geta gefið sér tíma til að hlusta og horfa – og einbeita sér. Takk fyrir þessar góðu móttökur!

- Katrín Jakobsdóttir

June 4

Sometimes days don't unfold as planned. Today all schedules went off the rails, leading to what should have been a short, mid-day peek into Landakotsskóli's Scriptorium (where students concentrate on working with the hand) morphed into over an hour's visit in which Ingibjörg Jóhannsdóttir and her team introduced us to the work of the school. That was of course much more interesting, because it's good to give oneself time to listen and watch – and concentrate. Thanks for this lovely reception!

– Katrín Jakobsdóttir

 

Nemendur Scriptorium með Katrínu Jakobsdóttur og Guy, kennara sínum