Landakotsskóli sigraði í stærðfræðikeppninni Pangeu 2021

Það var fulltrúi Landakotsskóla, Iðunn Helgadóttir, sem sigraði í úrslitum stærðfræðikeppninnar Pangeu 2021 í 8. bekk yfir allt Ísland.

Iðunn sigraði með yfirburðum en næstir á eftir henni voru Sólon Chanse Sigurðsson, Setbergsskóla, í 2. sæti, og Elvar Magnússon, Vatnsendaskóla í því þriðja. 

Við óskum Iðunni innilega til hamingju og erum að vonum afar stolt. 

Iðunn tekur við verðlaunum Pangeukeppninnar