Skóladagatal 2021-2022

Skóladagatalið fyrir næsta skólaár er nú tilbúið. Eins og þetta skólaár og það síðasta þá erum við með degi styttra vetrarfrí fyrir áramót og höfum skólaárið degi lengra og náum þannig fimm daga vetrarfríi eftir áramót. Einnig ákváðum við að hafa fjóra starfsdaga inn á skóladagatali í stað fimm og að síðasti dagur fyrir jól yrði þá föstudagurinn 17. desember í stað mánudagsins 19. desember. Skóladagatalið er lagt fyrir skólaráð til samþykktar og höfum við lagt okkur eftir því að hlusta eftir öllum sjónarmiðum og finna lendingu sem flestum líkar.