LÁN - Listrænt ákall til náttúrunnar

On Friday 12th we had good visitors when Gísli Már Gíslason and Margrét Blöndal came to school and gave a talk for the 4th and 7th grade Icelandic students and the International B and C1. Gísli is a professor of Limnology from HÍ and he spoke to the students about the lives of insects. Students from the school will be making work around the study of insects which will be exhibited during Barnamenningahátíð.

This visit was organised by Ásthildur Jónsdóttir on behalf of LÁN, Listrænt ákall til náttúrunnar, Artistic call to nature. This group is working with students to strengthen our connection to nature through learning in a multidisciplinary way.

Gísli Már and Margrét Blöndal spoke about the nature of ourour connection with the natural world.

 

Föstudaginn s.l. fengu nemendur Landakotsskóla góða gesti. Gísli Már Gíslason og Margrét Blöndal komu og ræddu við þau um hin ólíku tengsl okkar við náttúruna. Heimsóknin var undir formerki LÁN, verkefnis á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sem skipulagt er af Ásthildi Jónsdóttur.

 
Markmið LÁN samstarfsverkefnisins er að:
- skapa vettvang fyrir kennara sem hefur það að markmiði að þróa þverfagleg fyrirbærafræðileg verkefni sem fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi hátt með aðferðum list og verkgreina.
- list- og verkgreinakennarar öðlast nýja sýn inn í málefni náttúrufræði.
- náttúrufræðikennarar kynnast vinnuaðferðum lista og hönnunar.
- kennarar byggja á fyrri reynslu og leita leiða til að auka áhuga ungs fólks á náttúrufræðum og málefnum sjálfbærni.
- þróa verkefni sem styrkja sjálfsmynd nemenda, gagnrýna hugsun og trú þeirra á eigin getu.
- ýta undir nýsköpun í skólastarfi, þróun nýrra kennsluaðferða og þverfaglegt samstarf.
- stuðla að starfsþróun kennara í skapandi kennsluháttum.
- mæta kröfum aðalnámskrár um fjölbreytta kennsluhætti.
- auka tengslanet milli skóla í borginni.
- þróa aðferðir til að meta vinnu nemenda og árangur verkefnisins.
- stuðla að samtali milli kennara sem vilja innleiða málefni sjálfbærni í sína starfskenningu.