Þriðja sætið á Íslandsmóti grunnskólasveita

Íslandsmót grunnskólasveita, stúlknaflokkur fór fram laugardaginn 30.janúar í húsnæði Skákskóla Íslands.  Landakotsskóli sendi eina sveit á mótið, í elsta flokknum, þar sem tefldu stúlkur úr 6.-10. bekk. Sveit Landakotsskóla stóð sig með mikilli prýði á mótinu og endaði í þriðja sæti með 9 vinninga eftir 5 umferðir.

LSveit Landakotsskóla skipuðu Iðunn Helgadóttir, 8.bekk, sem fékk fullt hús vinninga (5) á 1. borði; Ásta Edda Árnadóttir 7.bekk, sem fékk tvo vinninga á 2.borði; og Tinna Sif Þrastardóttir 7. bekk, sem hlaut tvo vinninga á þriðja borði. Liðsstjóri var Una Strand Viðarsdóttir.

 

Hér má sjá fleiri myndir