Hátíð í 7. bekk!

23. nóvember

7. bekkur mynd

Mikil hátíð var haldin í 7. bekk síðastliðinn föstudag þegar í ljós kom að bekkurinn var hæstur yfir landið á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku. Það er ekki síst glæsilegt þar sem við verjum hluta skóladags í að kenna fleiri fög en almennt gerist (t.d. tungumál og hönnun/vísindi).

Mörgum þykir erfitt að átta sig á hæfnieinkunn í samræmdum prófum en þar er líka önnur tala sem er raðeinkunn. Þar er einkunnum nemenda raðað frá 0 – 100, og meðaltalið þá 50. Nemendum í 4. bekk gekk líka ágætlega og voru þau yfir landsmeðaltali.  

Við óskum 7. bekk og kennurum þeirra til hamingju!