Hólfaskipting í Landakotsskóla

9. nóvember 2020

landakotskoli Large1

Frá 3. - 17. nóvember munum við hólfaskipta skólanum í þrennt eins og áður en innan hólfanna verða minni hópar sem mega ekki blandast. Nemendur fara út í frímínútur og hópar leika sér á ákveðnum svæðum og fara ekki samtímis inn úr frímínútum. Kennarar fara ekki á milli litahólfanna til að kenna. 

Gult svæði: fimm ára, 1. - 4. bekkur og 5. bekkur.

Bleikt svæði: 6. bekkur, 7. bekkur og B hópur og C hópur.

Grænt svæði: A og K hópur og 8. -10. bekkur og D1 og D2 hópar.

Þetta þýðir breytingar á stundaskrá nemenda auk eftirfarandi breytinga:

  • Nemendur fá nestispakka í heimastofur frá Matartímanum í hádeginu. 
  • Ekki verður val á unglingastigi og engir klúbbar verða eftir kl. 14 á miðstigi þar sem nemendur blandast milli bekkja.
  • Nemendur þurfa að ganga inn um ákveðna innganga sem eru næstir þeirra heimastofum og á mismunandi tímum.
  • Nemendur munu ekki blandast milli hólfa í frímínútum né á milli hópa innan hólfanna.
  • Ekki verður sund eða íþróttir í KR.
  • Kennsla í sérgreinum mun riðlast og sumir fá meira af einu fagi og minna af öðru á meðan á þessu stendur.

Með þessu fyrirkomulagi vonumst við til þess að þurfa ekki að loka öllum skólanum og hefja fjarnám ef smit kemur upp.
                          Með góðum kveðjum,
                          Ingibjörg skólastjóri.