Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

24. júní 2020

Forritarar FramtíðarinnarSmall

Í vor sóttum við í Landakotsskóla um styrk til Forritara framtíðarinnar til að efla forritunarkennslu innan skólans. Okkur til mikillar gleði fengum við úthlutað tölvubúnaði; alls 15 notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð. Forritarar framtíðarinnar er sjóður sem stofnaður var 2014 með þann tilgang að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Hollvinir sjóðsins í ár eru RB, Landsbankinn, CCP, Össur, Íslandsbanki og Webmo design: https://forritarar.is/