A-sveit 4.-7. bekkjar vann gull á jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur

26. nóvember 2019
1
Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir.
 
A-sveit 4.-7.bekkjar Landakotsskóla vann gull á Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur sem haldið var sunnudaginn 24. nóvember síðastliðinn. Sveitina skipuðu þau Iðunn (7.bekk), Matthías Björgvin (5.bekk), Styrmir (6.bekk) og Leon (4.bekk). Til hamingju með þennan frábæra árangur! Auk sigursveitarinnar sendi Landakotsskóli þrjár sveitir til viðbótar á mótið og höfnuðu bæði A-sveit 1-3.bekkjar og 8-10.bekkjar í 4. sæti, hársbreidd frá bronsi og fínn árangur. 
 
Jólamót grunnskóla Reykjavíkur er samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu var skipt í þrennt; teflt í 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk.
 
Sjá frekari umfjöllun: