Stærðfræðikeppni MR, þrír nemendur í 10 efstu sætunum

Stærðfræðiteymi LKS

30. apríl 2019

Teresa Ann Frigge, Kirill Zolotuskiy og Katla Ólafsdóttir nemendur í Landakotsskóla tóku þátt í stærðfræðikeppni grunnskóla í MR sem haldin var 5. mars sl. Þau náðu frábærum árangri og lentu öll í topp 10 sætunum. Alls tóku 13 nemendur Landakotsskóla þátt í keppninni en 330 nemendur kepptu alls í þremur þyngdarflokkum.

Stærðfræðikeppni grunnskólanna í MR er nú haldin á hverju ári. Tilgangur með þessari keppni er að auka samstarf við hverfisskólana og aðra grunnskóla og efla áhuga nemenda á stærðfræði en þessi keppni hefur fengið afar jákvæðar undirtektir og hefur hún skipað sér fastan sess í skólastarfinu.