Kórferðalagshópur Landakotsskóla

25. mars 2019

Kór1

Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir

Hópur nemenda úr 5., 6. og 7. bekk Landakotsskóla tóku þátt í Landsmóti barna- og unglingakóra sem haldið var í Grundarskóla á Akranesi helgina 15. – 17. mars. Þau sungu svo fyrir bekkjarfélaga sína og nemendur yngsta stigs í samsöng sl. föstudag.

Landsmót barna- og unglingakóra eru haldin annað hvert ár á mismunandi stöðum á landinu. Skólakór Grundaskóla var gestgjafi mótsins en um 240 börn komu saman frá 5. bekk og uppúr. Nemendur unnu saman í söngsmiðjum og héldu síðan lokatónleika í Grundaskóla sunnudaginn kl. 13:30. Öll börnin gistu í Grundaskóla.