Öskudagur og öskupokar

4. mars 2019

öskudagspokagerð1

Öskudagurinn er í vændum og hafa nemendur í 2. bekk af því tilefni búið til öskupoka. Öskupokarnir eru afar skrautlegir eins og sést á myndinni, tilbúnir til síns brúks.

En hvað er öskupoki?
Íslenskir siðir sem tengjast öskudegi eru annað hvort komnir úr kaþólskri trú eða frá hinum Norðurlöndunum. Öskupokasiðurinn er hins vegar alíslenskur og næstum því 400 ára gamall.

Því miður virðist þessi gamli siður á undanhaldi en eins og nemendur í 2. bekk í Landakotsskóla geta allir búið til nokkra öskupoka og síðan reynt að læðast aftan að börnum og fullorðnum á öskudaginn til að hengja pokana aftan á þá eins og Íslendingar hafa gert í fjögur hundruð ár!!

Svona farið þið að:
1) Klippið niður litla ferhyrnda efnisbúta, helst í nokkrum litum.
2) Brjótið þá saman og saumið saman botninn og hliðina.
3) Setjið eitthvað óvænt í pokann eins og til dæmis brandara, málshátt eða jafnvel ástarbréf.
4) Bindið þráð eða band utan um pokaopið og festið bréfaklemmu, eða nælu á lausa enda bandsins.

Öskupokana má hengja á hvern sem er en í gamla daga reyndu stelpur oft að koma öskupokum, með ösku í, á strákana, en strákar reyndu að koma pokum með smásteinum í á stelpurnar.

About Ash Wednesday in Iceland in english: https://www.icelandreview.com/news/ash-wednesday-today/
Heimild: https://www.mbl.is/greinasafn/grein/782290/ og https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3201