Alþjóðadagur móðurmálsins

Í dag hélt Landakotsskóli upp á Alþjóðadag móðurmálsins. Við gerðum það með því að búa til talblöðrur. Í hverri talblöðru var skrifað á einu tungumáli „Við tölum íslensku“, "We speak English", "On parle franҫais", "Wir sprechen Deutsch" og svo framvegis..., en nemendur og starfsfólk skólans tala samtals yfir 30 tungumál. Nemendur sem tala viðkomandi tungumál skrifuðu nöfn sín í talblöðruna. Þannig eru tungumál nemenda sýnileg því talblöðrurnar hanga á vegg eða hurðum viðkomandi bekkja. Hægt er að sjá myndir af verkefninu hér.

Landakotsskóli er stoltur af þeim fjársjóði sem nemendur eiga í þeim tungumálum sem þeir tala. Það endurspeglar áherslur skólans sem felast ekki síst í öflugri tungumálakennslu.

21. febrúar