Snati skólahundur fallinn frá

21. nóvember

snati3207

19. júní 2007 – 16. nóvember 2018

Skólahundurinn Snati er fallinn frá. Hera, umsjónarmaður og eigandi Snata og kennari 2. bekkjar hefur boðið Snata í heimsókn í hverri viku síðust fjögur ár og hafa margir nemendur kynnst þessum góða og blíða hundi, lært með honum og lesið fyrir hann. Við erum öll leið að fá ekki að njóta samvista við Snata lengur og samhryggjumst eigendum innilega.