Fréttasafn

Vegleg bókagjöf

Vegleg bókagjöf

14.05.2024

Anna Cindy Lepler færir skólanum bókagjöf

Í vikunni barst bókasafni Landakotsskóla vegleg bókagjöf sem telur nokkra tugi fjölbreyttra barna- og unglingabóka.

Það er Anna C. Leplar, fyrrum kennari við skólann, sem færði okkur þessa veglegu gjöf en hún sat nýverið í dómnefnd Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar og þar fékk hún úrval nýrra barnabóka. 

Meðal bókanna eru líka bækur sem Cindy hefur sjálf myndlýst en það er hennar aðalstarf í dag að vera myndhöfundur.

Skólinn þakkar Cindy kærlega fyrir bækurnar og það er tilhlökkun að bjóða nemendum yndislestur nýrra bóka á skólabókasafninu.

Engin ummæli enn
Leit