Fréttasafn

Útskrift og skólaslit

Útskrift og skólaslit

08.06.2024

33 nemendur brautskráðust úr 10. bekkjum skólans

Það voru prúðbúin ungmenni sem mættu ásamt fjölskyldum í Neskirkju á fimmtudaginn. Tíu nemendur útskrifuðust úr alþjóðadeil og 23 úr íslensku deildinni.

Skólastjóri, Anna Guðrún Júlíusdóttir,  hélt ávarp þar sem hún óskaði nemendum farsældar á komandi árum og þakkaði fyrir samfylgd nemenda og kennara í námi og leik. Nemendur fengu afhent prófskíreini sín og að lokinni athöfn var boðið upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar.

Þar gafst tími til að eiga fallega samverustund, líta til baka og spegla væntingar um framtíð þessa fríða hóps, sem skólinn kvaddi bæði með gleði og trega. Það er ósk starfsfólks skólans að hverju og einu eigi eftir að vegna vel í því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

23 nemendur útskrifast frá íslensku deildinni.

Skólaslit í 1.-9. bekkjum

Það var erill í skólanum í allan gærdag þegar árgangarnir týndust hver af öðrum inn í skólann til að fá afhentar einkunnir og eiga hátíðlega stund í matsal skólans og inn í bekkjardeildum.

Um gangana mátti skynja bæði gleði og eftirvæntingu meðal nemenda, fjölskyldna og starfsfólks skólans. Margir gengu út með listaverk og/eða listasmíð og ekki mátti gleyma að koma við hjá óskilamunum.

Starfsfólk, kennarar og stjórnendur skólans óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og vonandi sjáumst við öll endurnærð við skólasetningu 21. ágúst næstkomandi. Myndir hér að neðan eru frá kaldri vorhátíð skólans.

Leikið við Tjörnina.
Yngri nemendur velja andlitsmálingu.
7.-10. bekkur á Klambratúni.
Fjör á ærslabelgi.
Hraustir nemendur í Nauthólsvík.

Engin ummæli enn
Leit