Fréttasafn

Þrír nemendur á Fernuflugi

Þrír nemendur á Fernuflugi

10.01.2024

Hvað er að vera ég?

Þrír nemendur Landakotsskóla, Baldvin Snær Völundarson í 10. bekk og Deanne Rylan Maamo Tolato og Ólöf Stefanía Hallbjörnsdóttir, bæði í 9. bekk, eru meðal 48 textasmiða sem nú eiga texta á mjólkurfernum Mjólkursamsölunnar.

MS, Mjólkursamsalan,  hefur frá því 1994 lagt áherslu á að efla móðurmálið á ýmsan hátt og flest þekkjum verkefni tengd málrækt og sköpun á mjólkurfernum. Að þessu sinni var það keppni í skapandi skrifum meðal unglinga undir nafninu Fernuflug.

Fjöldi grunnskólanema tók þátt en vegleg verðlaun voru fyrir 1.-3. sæti. Markmið verkefnisins er að auka sköpunargleði nemenda og skapa lifandi umræður um íslenska tungu.

Alls bárust 1.200 textar í keppnina frá nemendum í 8.-10. bekk um land allt og af þeim voru 48 textar valdir til birtingar á mjólkurfernum.

Það er því ekki lítið að Landakotsskóli á þrjá textasmiði meðal þeirra 48 sem fyrir valinu urðu um flug á fernu.  Það var Sigríður Alma íslenskukennari sem vann verkefnið með nemendum í unglingadeild skólans en nemendur spurðu sig að því hvað er að vera ég?

Við hvetjum alla til að skima eftir okkar nemendum á Fernuflugi við kaup á fernum.

Texti Baldvins;

Texti Ólafar;

Hvað er að vera ég?

Texti Deanne;

Textarnir sem voru í verðlaunasæti.

Engin ummæli enn
Leit