Fréttasafn

Sumaropnun Litlagarðs

Sumaropnun Litlagarðs

24.05.2024

Viðbót við útsvæði yngri barna skólans

Leiksvæði yngri barnanna stækkaði til muna í vikunni við opnun inn í Litla garð eða kósý garðinn eins og börnin kalla hann stundum.

Garðurinn er sunnan megin við skólann og þarna geta nemendur sólað sig á blíðviðrisdögum og notið útiveru og ævintýra.

Og hvernig sem viðrar er hægt að njóta garðsins, fara í sandkassanna, eða æfa jafnvægið á trjástólpunum, bara svo eitthvað sé nefnt. 

Börn leika listir sína á milli trjástólpa.
List verður til í sandkassa. Þrjár stúlkur raða skeljum í sandi.

Engin ummæli enn
Leit