Fréttasafn
Við erum stolt af því að tilkynna að námskeiðið okkar Leiðtogi og Ræðulist hefur verið formlega uppfært í TED Student Talks, undir leiðsögn Mladens Zivanovic! 🌟 Skólinn okkar er nú fyrsti skóli á Íslandi sem fær að taka þátt í þessu virta verkefni og höfum við leyfi til að halda TED Student Talks.
TED er þekkt um allan heim fyrir að miðla öflugum hugmyndum og hvetja til breytinga. Með því að taka þátt í þessu alþjóðlega verkefni fá nemendur okkar tækifæri til að þroska framúrskarandi ræðumennsku, deila einstöku sjónarhorni sínu og tengjast áhorfendum á heimsvísu.
Þessi áfangi undirstrikar skuldbindingu okkar við nýsköpun og gæði í menntun.
Engin ummæli enn