Fréttasafn

 Skólasetning Landakotsskóla

Skólasetning Landakotsskóla

16.08.2024

Skólasetning verður miðvikudaginn 21. ágúst

Verið öll velkomin á skólasetningu. 

Foreldrar og forráðamenn ásamt börnum mæta á skólasetningu. Að setningu lokinni fara foreldrar og börn í heimastofu þar sem umsjónarkennarinn kynnir skólastarfið og svarar spurningum. 

Þetta mun taka rúma klukkustund.

Skólasetning fyrir hvern aldurshóp er í matsal skólans og í nýju húsi Landakotsskóla (gamli Stýrimannaskólinn) staðsettur bak við Landakotsspítala. Mæting er eftirfarandi eftir aldurshópum; 

Fyrstu bekkingar mæta kl. 9:00 og verða til kl. 10:00. Fimm ára börn mæta á sama tíma en er setningin heldur styttri hjá þeim. 

Kl. 9:00 - 5 ára, 1. bekkur og 2. bekkur.  

Kl. 9:30 – 9. bekkur og 10. bekkur í Stýró. 

Kl. 10:00 – 3. bekkur, 4. bekkur og 5. bekkur   

Kl. 11:00 – 6. bekkur, 7. bekkur, 8. bekkur.               

Kl. 12:00 - Velkomin í hverfið - Fyrir þá sem eru nýir og vilja kynna sér betur hvaða þjónusta er í boði í hverfinu. (fyrirlestur á ensku)

Kennt verður samkvæmt stundaskrá frá fimmtudegi 22. ágúst.

Frístund fyrir 5 ára - 4. bekk hefst þennan sama dag fimmtudaginn 22. ágúst.

Engin ummæli enn
Leit