Fréttasafn

Skákmeistarar stúlkna

Skákmeistarar stúlkna

30.01.2024

Landakotsskóli hreppir skáktitil

Fjölmennt Íslandsmót grunnskólasveita í skák í stúlknaflokkum fór fram laugardaginn 27. janúar í Stúkunni við Kópavogsvöll.

Keppt var í þrem flokkum: 1.-2. bekk, 3.-5. bekk og 6.-10. bekk. Það er skemmst frá því að segja að stúlknasveit Landakotsskóla varð íslandsmeistari í flokki stúlkna sem eru í fyrsta til öðrum bekk.

Í sveitinni eru: Miroslava Skibina og Jasline Nirmal Johnpaul, sem einnig hlutu borðaverðlaun en með þeim unnu titilinn líka Praanvi Kandukuri og Tanvitha Lingabattula Við óskum þeim innilega til hamingju með titilinn.

Í flokki 3.-5. bekkjar stóðu lið Landakotskóla sig einnig vel. A-liðið lenti í 4. sæti og B-liðið varð efst B-liða í mótinu. 

Engin ummæli enn
Leit