Fréttasafn

Skákmeistarar Skólans

Skákmeistarar Skólans

16.04.2024

Efnileg Skáksveit skólans jók hróður hans í listinni að tefla

Apríl hefur verið annasamur í skáklífi skólans en nemendur hafa bæði tekið þátt í Reykjavíkurmóti grunnskóla og Íslandsmóti.

Fjórði titillinn í röð í Reykjavíkurmótinu

Í Reykjavíkurmótinu 4. apríl síðastliðinn náði Landakotsskóli að verja titil sinn í flokki nemenda í 8.-10. bekk, sem skólinn hefur unnist sleitulaust síðan árið 2021.  Bestum árangri innan liðsins náði Jón Louie Thoroddsen en hann vann alla andstæðinga sína sex að tölu. 

Keppnin var æsispennandi og fyrir lokaumferðina þurfti að vinna Breiðholtsskóla, sem þá var efstur, með úrslitin 3-1. Svo fór að viðureignin endaði 3-1 Landakotsskóla í vil og titillinn staðreynd!

Íslandsmótið

Skólinn tók þátt Íslandsmótinu í sama aldursflokki 14. apríl með góðum árangri. Mótið fór fram í Rimaskóla. 1. borðsmaðurinn komst ekki en í staðinn bættist við Helgi Nils Gunnlaugsson á 4. borð. Sveitin átti góða spretti en varð að láta sér nægja 7. sæti á Íslandsmótinu af 35 keppnisliðum. Kirill og  Jón Louie voru aflahæstir, nú á 1. og 2. borði, með fjóra vinninga hvor af sjö mögulegum.

Þess ber að geta að sveit skólans fékk í báðum keppnum undanþágur því tveir keppendur í 6. og 7. bekk tóku þátt fyrir skólann og tefldu upp fyrir sig því sveit skólans, keppir í mótinu í flokki nemenda í 8.-10. bekk

Sveitina skipuðu:

1. Jósef Omarsson 7. bekk 

2. Kirill Hryhorenko 10. bekk 

3. Jón Louie Thoroddsen 6. bekk

4. Rayan Sulehria 8. bekk 

Auk Helga Nils Gunnlaugssonar í 7. bekk, sem hljóp í skarðið á Íslandsmótinu.

Nánari upplýsingar um mótin:

Reykjavíkurmótið á chess-results

Listi yfir sigurvegara mótsins

Íslandsmótið á chess-results

Frá Reykjavíkurskákmótinu.
Frá Íslandsmeistaramótinu.

Engin ummæli enn
Leit