Fréttasafn
Nemendur Landakotsskóla áttu yndislega stund á aðventukvöldi í Dómkirkjunni sunnudaginn 1. desember ásamt umsjónarkennara sínum Heru Sigurðardóttur og góðum gestum.
Á aðventukvöldinu flutti Séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur og Gerður Kristný rithöfundur og ljóðskáld fluttu hugleiðingar um aðventuna. Dómkórinn söng nokkur lög við undirleik Lenka Mátéová organista.
Nemendur í 3. bekk ásamt góðum gestum úr 4. og 5. bekk stóðu sig með prýði og sungu nokkur jólalög undir stjórn Dagnýjar Arnalds tónmenntakennara. Á dagskránni var einnig frumsamið lag flutt eftir þær Birtu Sigrúnu M. Elíassen og Áslaugu Dagmar Ásmundsdóttur í 4. bekk en þær nutu aðstoðar Sigríðar Guðbjargar Gunnarsdóttur við útsetningu lagsins. Lagið heitir Jólin og þú, og fjallar um eftirvæntinguna sem við finnum fyrir á aðventunni og þá tilfinningu að vakna í faðmi fjölskyldunnar á jólunum. Nú er lagið að festa sig í sessi sem jólalag Landakotsskóla og ómar um skólann.