Fréttasafn

Kotasæla í Samfés

Kotasæla í Samfés

20.04.2024

Félagsmiðstöð Landakotskóla með fulla aðild

Á aðalfundi Samfés (Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi) sem haldinn var fyrir helgi var aðild Kotasælu að samtökunum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Það þýðir að Kotasæla, félagsmiðstöð Landakotsskóla, getur tekið þátt í ýmsum viðburðum á vegum Samfés eins og t.d.  Samfestingnum, rafíþróttamóti, danskeppni, söngvakeppni og fleiri viðburðum samtakanna.

Aðildin þýðir einnig að starfsfólk Kotasælu, hefur vettvang til að ræða þau mál sem á borð þeirra koma og eru þau oftar en ekki sameiginleg með öðrum félagsmiðstöðvum.

Aðild í Samfés er stórt skref fyrir félagsmiðstöðina, Landakotsskóla og miðstig og unglingastig skólans.

Það voru þau Ágúst Máni Hafþórsson og Silja Snædal Drífudóttir, sem tóku við aðildarvottorði Kotasælu fyrir hönd skólans.

Engin ummæli enn
Leit