Fréttasafn

Keimur af Nice í Landkotsskóla

Keimur af Nice í Landkotsskóla

23.11.2023

Parísarval Landakotsskóla lærir franska matseld

Nemendur á unglingastigi skólans geta valið Parísarval en þá læra nemendur auk frönsku margt um menningu og listir Frakka. Námskeiðinu lýkur svo með menningarferð til Parísar.

Fyrir atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi og borgarinnar Nice bauð Alliance Francaise í Reykjavík nemendum kvöldstund sem tileinkuð var matseld frá Nice.

Luc Salsedo, franskur kokkur frá Nice, kenndi Parísarvali að elda socca en það er forréttur frá Suður-Frakklandi.  Í socca, sem eru litlar bökur eru kjúklingabaunir, hveiti og ólífolía en svo eru notaðar alls kyns kryddjurtir til að gefa mismundandi bragð. 

Nemendur skemmtu sér konunglega í franskri matreiðslu undir handleiðslu Luc.

Með Luc Salsedo var Renaud Durville frá sendiráði Frakklands og hann leysti nemendur út með gjöfum frá sendiráðinu. En gjöfin var tilbúið deig og baunasnakk svo nemendur geta haldið áfram að baka socca.

Luc Salsedo fer yfir uppskriftina af góðu socca.
Gleðin yfir girnilegu socca leynir sér ekki.

Engin ummæli enn
Leit