Fréttasafn

Jólalögin óma

Jólalögin óma

07.12.2023

2. bekkur söng á aðventukvöldi

Fyrsta sunnudag í aðventu sungu börnin í 2. bekk Landakotsskóla á aðventukvöldi í Dómkirkjunni. Börnin tóku þátt í athöfninni og sungu jólalög af hjartans list fyrir kirkjugesti undir stjórn Dagnýjar Arnalds.

Knáir nemendur 2. bekkjar ætla að gleðja fleira fólk með söng á aðventunni þegar þau heimsækja Þorrasel, dagdvöl aldraðra, og hjúkrunarheimilið Grund.

Bekkurinn mun einnig flytja helgileik í Krists kirkju, kaþólsku kirkjunni við Túngötu, föstudaginn 15. desember að viðstöddum foreldrum og eða forráðamönnum.

Við kveikjum einu kerti á .  Fyrsta kerti aðventunnar kallast spádómskerti, annað er Betlehemskerti, þriðja hirðakerti og það fjórða er englakerti.

Engin ummæli enn
Leit