Fréttasafn
Nemendur kynna sér dagskrágerð hjá sjónvarpi
Nemendur 10. bekkjar í mynbandsgerð hjá Sinead McCarron þau Gerða, Masha, Hinrik, Hrafnkell, Styrmir, Matthías, Karl og Baldvin, fóru ásamt Sinead í heimsókn til sjónvarps Símans og kynntu sér þáttagerð. Enski boltinn var í brenndepli þegar nemendur bar að garði.
Í heimsókn sinni fengu þau að fylgjast með því hvernig sjónvarpsefni verður til í útsendingarherberginu og í sjónvarpssal/stúdíói. Þau fengu að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast störfum útsendingarstjóra, klippara, skriftu, sviðsstjóra, þáttastjórnendum og verkefnum starfsfólks sem vinnur við þáttagerð auk þess að berja augum öll þau tæki og tól sem kunna þarf á í dagskrárgerð.
Þau voru öll mjög ánægð með heimsóknina og gætu vel hugsað sér að kynnast starfi við sjónvarp betur í framtíðinni hvort heldur er á skjánum eða að baki.
Sjónvarps Símans og Páll Kristjánsson klippari og framleiðandi eiga þakkir skildar fyrir hve vel var tekið á móti nemendum Landakotsskóla. Að lokum fékk hópurinn mittistöskur merktar Símanum í kveðjugjöf.