Fréttasafn

Góður gestur í Lego-steam smiðju

Góður gestur í Lego-steam smiðju

27.11.2023

Nemendur kynnast drónatækni

Lego steam smiðja 7. bekkjar í samstarfi við leiklist skólans fengu í heimsókn til sín Matthew Johnson, varaforseta Volatus Aerospace í Kanada, en fyrirtækið er framarlega í þróun og sölu dróna um víða veröld. Matthew sem var áður stærðfræðikennari stýrir menntunar- og landbúnaðarsviði Volatus.

Matthew hefur hannað þó nokkuð af fræðsluefni sem auðveldar nemendum og kennurum að tileinka sér drónatækni á árangursríkan hátt. Aðferðin byggist á því að hjálpa nemendum að tileinka sér vinnubrögð í steam tilraunasmiðjum og um leið mæta þeim kröfum sem gerðar eru í námi.

Nemendur njóta námsins og hlakka til að halda áfram með seinni hluta smiðjunnar, ekki síst að vinna með drónann sem Matthew gaf skólanum.

Extinguish guest visits Lego Steam Class

During STEAM & Drama class the 7 bekkur had a visit from Matthew Johnson, Vice President at Volatus Aerospace, Canada.

Matthew is a former high school mathematics teacher and now the Director of Education and Agriculture programming at Volatus, and he has designed several educational programs to help students, teachers and school administrators learn how to effectively and meaningfully integrate drone technology into their teaching practices as a way to help students engage with STEM-based, experiential learning while still meeting curricular outcomes.

The students are looking foward to completeing stage two of the course with their new drone provided by Matthew in their next STEAM class.

Á efri myndinni er Lego-Steam hópurinn ásamt Matthew en á neðri myndinni talar hann um dróna öryggi.

Engin ummæli enn
Leit