Fréttasafn

 Dagur foreldra og forráðamanna

Dagur foreldra og forráðamanna

19.01.2024

Þriðjudaginn 23. janúar

Nú er komið að því að fara yfir nám og ástundun nemenda í lok annar. Foreldra/forráðamannadagur er þriðjudagurinn 23. febrúar.

Skráning í viðtal á mentor

Foreldrar og forráðamenn geta skráð sig í viðtal hjá umsjónarkennara á mentor.  Hvert viðtal tekur 15 mínútur og þar gefst tækifæri til að fara yfir námsstöðu, hagi og líðan nemenda.

Allir mæta

Það eru foreldrar/forráðamenn sem koma í viðtöl þennan dag ásamt nemendum, allt frá 5 ára nemendum til 10. bekkjar nemenda.

Kaffisala

Nemendur í 10. bekk ætla að selja kaffi og kökur á unglingaganginum og eru foreldrar hvattir til að staldra við fyrir eða eftir viðtal og kíkja í kaffi og með því. 10. bekkingar safna nú fyrir útskriftarferð í Skagafjörð.

Frístund lokuð

Að lokum er rétt að minna á að frístund er lokuð á þriðjudaginn en starfsfólk frístundar er á starfsdegi.

Engin ummæli enn
Leit