Fréttasafn

Bonjour, Paris!

Bonjour, Paris!

02.05.2024

Menningar- og matarferð nemenda í Parísarvali

Nemendur í Parísarvali fóru í fimm daga ferð til Parísar, höfuðborgar ljóssins og listarinnar.

Nemendur skoðuðu  fjölbreyttar sögulegar og menningarlegar perlur borgarinnar, frá Tour Eiffel, Montmartre eða Latínuhverfið til Louvre safnsins.

Matur er hluti upplifunarinnar og þau smökkuðu hefðbundna franska rétti eins og snigla, ís frá Berthillon, croissant og ýmsar tegundir af baguette samlokum, Allar þessar kræsingar gáfu þeim sérstaka innsýn í franska matarmenningu.

Ferðin var mjög menningarleg og uppbyggileg. Nemendur öðluðust dýrmæta reynslu, uppgötvuðu margt nýtt og saman eignuðust þau einstakar minningar til að ilja sér við lengi.  Það vor tveir 10. bekkingar, átta 9. bekkingar og þrír frá IDL sem voru svo lánsöm að sækja París heim að vori.

Engin ummæli enn
Leit