Fréttasafn

 Barnamenningarhátíð sett í dag

Barnamenningarhátíð sett í dag

23.04.2024

Innsýn í ævintýraheim barna

Barnamenningarhátíð, sem hefst í dag, verður í beinu streymi á Rúv 2 kl. 11:45. Þeir sem vilja taka þátt í gleðinni geta horft á viðburðinn á eftirfarandi slóð,  https://www.ruv.is/sjonvarp/beint/ruv2

Framtíðarblóm í Grasagarði

Framtíðarblóm er heiti sýningar barna í Grasagarðinum.  Þar taka fimmti og þriðji bekkur íslenska og alþjóðlega skólans  þátt auk fyrsta bekkjar íslenska.

Við lítið hús við inngang garðsins göngum við inn í ævintýraheim framtíðarblóma.  Þarna á Landakotsskóli tvö beð auk þess að verk okkar nemenda skartar glugga hússins.

Gerð garðsins var skapandi ferli þar sem börnin ímynda sér hvernig plöntur og líffræðilegur fjölbreytileiki gætu þróast í breyttu loftslagi. Plönturnar eru allar með eiginleika til að bæta heiminn. Nemendur lærðu um plöntutegundir sem geta aðlagast breyttum aðstæðum, aðlögunaraðferli plantna og mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika til að styðja við vistkerfi.

Blómin eru unnin með blandaðri tækni, málverk, klippimyndir og með áherslu á endurnýtingu, myndgerðu þeir sýn sína á framtíðarplöntur.

Markmið verkefnisins er að vekja áhuga nemenda á náttúrunni og undrum hennar. Að efla með nemendum vitund og virðingu fyrir sjálfum sér, hópnum og umhverfinu og efla samvinnu og samkennd með samborgurum og lífi á jörðinni.

Sjón eru sögu ríkari og líttu við í grasagarðinum á Barnamenningarhátíð.

Nánar um hátíðana og dagskrá má finna á vef hátíðarinnar, Barnamenningarhátíð - Dagskrá | Reykjavik

Engin ummæli enn
Leit