Fréttasafn
Perla fékk verðlaun fyrir forritun
Perla Gabríela G. Ægisdóttir í 6th IDL Landakotsskóla hlaut forritunarbikar NKG og SKEMA, með hugmynd sína Find it í Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna.
Það var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur.
Find it er leikja- og námsapp í náttúrufræði þar sem nemendur fara út og leita að plöntum og eftir að hafa fundið fimm atriði fær nemandi viðurkenningu. Með appinu geta nemendur aukið þekkingu sína á náttúrunni á vettvangi og deilt með samnemendum og kennara.
Mörg hundruð hugmyndir bárust keppninni víðs vegar af landinu – en eins og alltaf, þá komast því miður ekki allir að og valdar voru 24 hugmyndir í úrslitin, þ.e. í vinnustofu sem haldin var í Háskóla Reykjavíkur, dagana 30. og 31. maí sl.
Blær kynnti foreldraapp
Blær Haralds í 6. bekk var meðal þeirra sem átti eina af þeim 24 hugmyndum, sem fóru í úrslit, Foreldraappið, og hann kynnti það á athöfninni í Háskóla Reykjavíkur. Hugmyndina af Foreldraappinu fékk Blær frá foreldrum sínum sem sögðu að það vantaði upplýsingar um hvernig ætti að vera foreldri. Appinu er ætlað að aðstoða foreldra við uppeldi barna.
Perla og Blær unnu öppin sín undir leiðsögn Sinéad McCarron, Steam kennara við Landakotsskóla.