Þemadagar, 3., 4., 7.bekkur og C hópur Alþjóðadeildar

26.mars 2017

Á nýyfirstöðnum þemadögum unnu nemendur úr 3., 4., 7. bekk og C-hóp Alþjóðadeildar saman. Var þeim skipt í 4 hópa og hver hópur vann 3 verkefni sem tengdust frönskumælandi löndum. Einn hópur vann með tónlist, annar með körfugerð, þriðji með franskar bókmenntir og fjórði með fána landa sem þar sem franska er töluð. Á föstudagsmorgun kom svo allur hópurinn saman á Borgarbókasafni og sýndi afurðir þemadaga og enduðu þau svo á menningarmóti þar sem þau sýndu hluti sem skipta þau máli og buðu gestum og gangandi að spyrja sig út í þá á frönsku. Meðal gesta á menningarmóti voru frú Vigdís Finnbogadóttir og franski sendiherrann á Íslandi. Hér má sjá fleiri myndir.

Þemadagar, 6. bekkur

24. mars

22.-24. mars voru þemadagar hjá yngsta og miðstigi Landakotsskóla. Yfirskriftin var franskir dagar/frönsk menning og kynntu nemendur 6. bekkjar sér franska matarmenningu. Þau elduðu m.a. franska máltíð hjá Vilborgu Víðisdóttur og hér má sjá fleiri myndir frá því.

Norskir kennaranemar

21. mars 2017

Nanna Hlíf tónmenntakennari er með 3 norska kennaranema í 3 vikur. Mættu þær í samsöng á föstudag og kenndu okkur norskan keðjusöng. Krakkarnir tóku vel undir og höfðu gaman af. Hér má sjá myndir.