Generalprufa fyrir tónleika

8. apríl 2017

Síðasta kennsludag fyrir páska, þann 7.apríl, komu allir nemendur og starfsfólk Landakotsskóla saman á sal. Nemendur í 5 ára - 8. bekk voru með generalprufu fyrir tónleika sem haldnir verða síðar í vor. Stóðu þau sig ótrúlega vel, jafnt við að flytja og hlusta og áttu allir saman góða stund fyrir fríið. Myndir frá samkomunni má sjá hér.

Stærðfræðikeppni grunnskóla

6. apríl 2017

 

Um helgina var tilkynnt um úrslit í stærðfræðikeppni grunnskóla sem Menntaskólinn i Reykjavík stendur fyrir. Þetta er í 16 sinn sem keppnin er haldin og aldrei hafa fleiri skólar tekið þátt. Keppnin fór fram í þremur flokkum, í 8.bekk, 9. bekk og 10. bekk og var fjöldi þátttakenda í hverjum flokki á bilinu 120 - 140. Sigríður Hjálmarsdóttir hefur ætíð hvatt nemendur sína til þátttöku og hefur þeim oft gengið vel. Að þessu sinnu varð Tumi í 10. bekk í fjórða sæti og Theresa í 8. bekk varð í þriðja sæti. Þetta er frábær árangur og óskum við þeim og Sigríði til hamingju með árangurinn.