Kartöfluuppskera hjá nemendum 2. bekkjar

Kartöfluuppskera hjá nemendum 2. bekkjar, 28. september 2016

Í dag, 28. september 2016, borðuðu börnin í 2-H heilan pott af kartöflum með gulrótum og baunum sem þau gróðursettu í vor.
Kartöflurnar voru teknar upp í gær.

Hægt er að skoða myndir af uppskeruhátíðinni í myndasafni Landakotsskóla undir valstikunni Nemendur hér að ofan eða með því að smella hér.

Listaverk eftir nemendur á göngum skólans

Listaverk nemenda á göngum skólans, 23. september 2016

Á göngum Landakotsskóla má víða sjá verk eftir nemendur skólans sem prýða hillur, glugga og veggi. Hvetjum við foreldra og aðra aðstandendur nemenda til að gefa sér nokkrar mínútur, rölta um skólann og njóta þess að skoða verkin.

Hægt er að skoða myndir af listaverkunum í myndasafni Landakotsskóla undir valstikunni Nemendur hér að ofan eða með því að smella hér.

Heimsókn frá Fjarðabyggð

Heimsókn frá Fjarðabyggð, 9. september 2016

Föstudaginn 9. september fengu 6-12 ára nemendur Landakotsskóla heimsókn frá Fjarðabyggð. Var þar á ferð 3gja manna hópur á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Berglind Agnarsdóttir sagði sögur, Jón Hilmar Kárason lék undir á gítar og Guðjón Birgir Jóhannsson skapaði margbrotna hljóðmynd sem kallaðist á við söguna.

Tónleikarnir heita Blind og voru allir áhorfendur, nemendur og kennarar, með bundið fyrir augun meðan á flutningi stóð. Er tilgangur þess sá að áhorfendur leiti inná við og geti dýpkað upplifun sýna af flutningnum án nokkrar truflunar. Nemendur og kennarar reyndu þarna nýja og áhugaverða nálgun á því hvernig má hlusta og upplifa í sameiningu.

Hægt er að skoða myndir frá tónleikunum í myndasafni Landakotsskóla undir valstikunni Nemendur hér að ofan eða með því að smella hér.