Skákmót

2.desember

skak

Jólaskákmót Grunnskóla Reykjavíkur fór fram dagana 27.-28. nóvember og sendi Landakotsskóli fjórar skáksveitir á mótið. Stóðu nemendur sig með prýði og landaði stúlknasveit skólans 3. sæti á mótinu. Flottur árangur sem Landakotsskóli má vera stoltur af.  Hér má sjá mynd af öllum hópnum frá Landakotsskóla.

Samsöngur í desember

2. desember

Á hverjum föstudegi hittast 5 ára-3.bekkur í salnum og syngja saman.

Nú í desember bætast 4., 5. og 6. bekkur við og þá kveikja nemendur úr 5.bekk líka á kertum aðventukransins og segja frá hverju kerti fyrir sig.

Í morgun spiluðu nemendur í 5 ára bekk jólalög á ukulele og sungu með.

Aðstandendur eru alltaf velkomnir að mæta og syngja með og eins og sjá má á myndunum eru þeir duglegir að láta sjá sig :) 

Norrænir tungumáladagar

25. nóvember

Norrænir tungumáladagar standa nú yfir í unglingadeild skólans og standa til 25. nóvember. Verkefnið er í samvinnu við Videncenter for Integration (www.vifin.dk).  Í gegnum verkefnið kynnast nemendur ungu fólk á Norðurlöndum, skólalífi, menningu og náttúru. Nemendur nota samfélagsmiðla til samskipta milli landanna, þau búa til myndbönd um skólana sína og umhverfi, búa til spurningakeppnir og svara hvort hjá öðru – svo fátt eitt sé nefnt. Allur dagurinn er undirlagður fyrir þessa vinnu og unnið er þvert á aldur. Í Landakotsskóla leiða þær Helga Birna og Nína verkefnið. Þetta er afar flott vinna sem eykur áhuga nemenda á að læra norræn tungumál og þjálfar kennara og nemendur í notkun allra þeirra nýju miðla og forrita sem mögulegt er að vinna með og gæða skólastarfið lífi.

Fleiri myndir frá verkefninu má nálgast hér