Jólaföndur yngsta stigs

14. desember

Nemendur á yngsta stigi Landakotsskóla hafa undanfarna þriðjudaga föndrað saman í blönduðum hópum ýmsa fallega hluti í anda jólanna.

Hefur þetta gengið virkilega vel og allir haft gaman af. Fleiri myndir frá jólaföndrinu má sjá hér.

Leikhús barnanna

6. desember

Í gær, mánudaginn 5. desember, var Leikhús barnanna undir forystu Ingu Bjarnason, Virginiu Gillard og Kjartans Friðriks Ólafssonar með skólasýningu á Annie í Iðnó.

Leikhús barnanna er klúbbastarf sem eru í boði fyrir nemendur Landakotsskóla sem eru í 5. - 7. bekk. 

Allir nemendur í 3.-10. bekk mættu á sýninguna sem var í alla staði frábær.

Fleiri myndir má sjá hér.

Skákmót

2.desember

skak

Jólaskákmót Grunnskóla Reykjavíkur fór fram dagana 27.-28. nóvember og sendi Landakotsskóli fjórar skáksveitir á mótið. Stóðu nemendur sig með prýði og landaði stúlknasveit skólans 3. sæti á mótinu. Flottur árangur sem Landakotsskóli má vera stoltur af.  Hér má sjá mynd af öllum hópnum frá Landakotsskóla.