Kirkjuferð 19.desember

19. desember

Í dag fóru nemendur og starfsfólk Landakotsskóla í Landakotskirkju þar sem nemendur 2. bekkjar sýndu helgileik, nemendur í Alþjóðadeild D sungu og lásu upp og kór nemenda í 4.-6. bekk söng tvö lög. Gaman var að sjá fjölda foreldra og annarra ættingja sem komu til að njóta stundarinnar með okkur. Fleiri myndir úr kirkjuferðinni má sjá hér.

Jólaföndur yngsta stigs

14. desember

Nemendur á yngsta stigi Landakotsskóla hafa undanfarna þriðjudaga föndrað saman í blönduðum hópum ýmsa fallega hluti í anda jólanna.

Hefur þetta gengið virkilega vel og allir haft gaman af. Fleiri myndir frá jólaföndrinu má sjá hér.

Leikhús barnanna

6. desember

Í gær, mánudaginn 5. desember, var Leikhús barnanna undir forystu Ingu Bjarnason, Virginiu Gillard og Kjartans Friðriks Ólafssonar með skólasýningu á Annie í Iðnó.

Leikhús barnanna er klúbbastarf sem eru í boði fyrir nemendur Landakotsskóla sem eru í 5. - 7. bekk. 

Allir nemendur í 3.-10. bekk mættu á sýninguna sem var í alla staði frábær.

Fleiri myndir má sjá hér.