4.-6.bekkur í kór

27.febrúar

 

Á föstudögum koma nemendur í 4.-6. bekk saman á sal undir stjórn Nönnu Hlífar, Kjartans og Önnu Katrínar og syngja saman.

Hér má sjá fleiri myndir frá kóræfingu.

Snjór

23. febrúar

Fólk gleðst mismikið yfir snjónum, en svo mikið er víst að börnin fóru sæl og glöð út í frímínútur í morgun og nutu þess að leika sér í snjónum. Hér má sjá fleiri myndir.

Reykjavíkurmótið í skák

7. febrúar

Mánudaginn 6. febrúar fór fram Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák. Landakotsskóli átti þrjár skáksveitir á mótið og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Skákstarf innan Landakotsskóla hefur verið blómlegt í vetur undir styrkri stjórn Micah Quinn og Mark Shone sem sjá um skákklúbb Landakotsskóla fyrir eldri nemendur á meðan hinir yngri tefla af miklum móð í Kátakoti, frístund skólans.  Hér má sjá fleiri myndir frá mótinu.