Gleði og gaman í 1. bekk

Mikil gleði og forvitni hefur verið í 1. bekk. Hera umsjónarkennari kann marga leiki sem vekja alltaf gleði. Hópurinn er allur kominn með lestrarbækur og er á fullu í stafavinnu. Við hvetjum foreldra til að fylgjast vel með verkefnum sem skreyta stofuna því þeim fer ört fjölgandi. Myndin er aðeins af hluta 1.bekkjar. 

1. bekkur

Finnskur kennaranemi í heimsókn

Undanfarnar tvær vikur hefur Sulo, kennaranemi frá Finnlandi verið í heimsókn í Landakotsskóla. Í vikunni bauðhann  2.bekk að koma í Story telling tíma. Hann fór þannig fram að hann bað börnin um að búa til sögupersónu sem hann teiknaði upp eftir þeirra lýsingum. Svo bjuggu þau til sögu og hann teiknaði allt upp á töflu. Sagan fjallaði um tröllkarlinn Rio-Trölla sem fór í veiðiferð upp á jökul, féll niður um ísinn og var næstum étinn af hákarli. Heppnin var þó með honum því vinur hans drekinn kom fljúgandi og bjargaði honum. Þeir fóru svo heim til Rio-Trölla og konunnar hans og fögnuðu 10.000 ára afmæli Rio-Trölla.

Börnin voru uppfull af frábærum hugmyndum og skemmtu sér konunglega við gerð sögunnar.

Zulo1copy

Zulo2

Zulo3copy

Zulo4copy