Norskir kennaranemar

21. mars 2017

Nanna Hlíf tónmenntakennari er með 3 norska kennaranema í 3 vikur. Mættu þær í samsöng á föstudag og kenndu okkur norskan keðjusöng. Krakkarnir tóku vel undir og höfðu gaman af. Hér má sjá myndir.

Alþjóða tungumáladagurinn

7.mars

Síðastliðinn föstudag héldu nemendur á unglingastgi upp á nýliðinn tungumáladag. Þetta gerðu þau með því að mæta með hluti frá sínu landi sem skipta þau máli og kynna þá fyrir öðrum nemendum. Gekk verkefnið virkilega vel og vorum við stolt af unglingunum okkar. Hér má sjá fleiri myndir.

Öskudagur

5.mars 2017

Á öskudaginn, þann 1. mars, héldu kennarar og nemendur Landakotsskóla í KR heimilið þar sem við gerðum okkur glaðan dag með dansi og marseringum. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér.