Evrópska forritunarvikan stendur nú yfir

programmers

Landakotsskóli tekur þátt í Evrópsku forritunarvikunni. Árni Magnússon, foreldri í Alþjóðadeildinni, hefur heimsótt skólann tvisvar í vikunni til að kenna vefforritun og hefur hann notið aðstoðar Kristians Guttesen, sem kennir forritunarval bæði í Alþjóðadeildinni og í íslenska hluta skólans.

Eftirfarandi kynning á Evrópsku forritunarvikunni er fengin af heimasíðu Skemu:

„Evrópska forritunarvikan (EU CodeWeek) [er] haldin dagana 10. – 18. október. Milljónir barna, foreldra, kennarar, frumkvöðla og stefnumarkandi aðila í Evrópu sameinast á viðburðum og námskeiðum gagngert til að læra forritun og til að auka tæknilega tilburði sína. Markmið vikunnar er að gera forritun meira sýnilega, svipta hulunni af hæfileikunum og stefna áhugasömum saman í lærdóm helguðum tækninni“ (Skema.is).

Í lok kennslunnar í dag, 15. október, var blaðamaður Barnablaðs Morgunblaðsins mættur ásamt ljósmyndara og tók viðtal við fjóra nemendur Alþjóðadeildarinnar sem tekið hafa þátt i forritunarvikunni. Það verður spennandi að sjá viðtalið í Barnablaðinu 24. október.

Hér má svo sjá afrakstur tímanna sem Árni stýrði og birtist á heimasíðu Landakotsskóla sem veftímarit Alþjóðadeildarinnar:

http://landakotsskoli.is/index.php/nemendur/is-newsletter

Vert er að fylgjast með veftímaritinu, þar sem nemendur Alþjóðadeildarinnar munu vinna áfram með það, uppfæra og bæta við efni.

[Uppfært 21.10.2015]

Nú hefur myndum frá Evrópsku forritunarvikunni/CodeWeek verið bætt í myndasafn Landakotsskóla. Hægt er að nálgast það í valstikunni undir Nemendur eða með því að smella hér.

Menningarferð í Hafnarfjörð

 image2

image31. bekkur Landakotsskóla tók strætó í gær-
morgun, 12. okt, til Hafnarfjarðar til að skoða sýninguna „Heimurinn án okkar“ í Hafnarborg.

Áslaug, mamma í bekknum, tók á móti krökkunum með fræðslu um sýninguna.

image21Hópurinn hafði hádegismatinn meðferðis og snæddi utandyra.

Öllum í bekknum fannst sýningin flott og
hvetja aðra til að leggja land undir fót!

 „Heimurinn án okkar“ í Hafnarborgimage31

Aðalfundur foreldrafélagsins, 30. sept. kl. 17:30

landakotskoli large

Aðalfundur Foreldrafélags Landakotsskóla
verður haldinn miðvikudaginn 30. sepember 2015 kl. 17:30  
á Marina Hotel, Mýrargötu 2, 101 Reykjavík.

Dagskrá fundar:

  • Hefðbundin aðalfundarstörf
  • Skýrsla stjórnar og reikningar
  • Kosning stjórnar
  • Lagabreytingar
  • Önnur mál

Verið velkomin!

Landakotsskóli
Stjórn foreldrafélags