Svipmyndir frá hrekkjavöku

Svipmyndir frá hrekkjavöku 2015

Á föstudaginn var, 30. október 2015, var haldið upp á hrekkjavöku í Landakotsskóla. Nemendur og kennarar tóku höndum saman, skreyttu skólann og skipulögðu dagskrá eftir hádegi, þegar hefðbundin kennsla féll niður.

Hægt er að skoða myndir sem Nína íslenskukennari tók af hinum ýmsum viðburðum dagskrárinnar sem efnt var til í tilefni dagsins og af skreytingunum í nýju myndaalbúmi í myndasafni Landakotsskóla. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Kennarar klárir fyrir hrekkjavöku

Í dag, 30. október 2015, er haldið upp á hrekkjavöku í Landakotsskóla. Eftir hádegi fellur hefðbundin kennsla niður og verður farið í ýmsa leiki er tengjast hrekkjavöku og draugagangi. Í tilefni dagsins er búið að skreyta ganga skólans með viðeigandi hætti. Hér að neðan getur að líta nokkrar myndir af kennurum sem klæddu sig upp í tilefni dagsins.

Á Vísindavef Háskóla Íslands má eftirfarandi fróðleik um hrekkjavöku:

Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?

12200944 10153704464059127 982084346 n

12200746 10153704464224127 426598692 n