Leikhús barnanna

Leikhús barnanna í samvinnu við Landakotsskóla

25. janúar 2016

Læra með því að leika

  1. Leiksýningar leiknar af börnum fyrir börn
  2. Stjórnað af atvinnufólki í faginu
  3. Einkunnarorð: sjálfsagi, samvinna, einbeiting og sköpunargleði

Nú stendur yfir 6. leikárið hjá Leikhúsi barnanna í samvinnu við Landakotsskóla. Við bjóðum nemendum úr 5. 6. og 7. og 8. bekk upp á leiklistarnámskeið sem lýkur með leiksýningu.

IMG 0024

Vornámskeið: Sýning á Bugsý Malone sem er leikrit með tónlist, dönsum og söngvum. Við kennum á íslensku og ensku og verður lögð áhersla á framsögn og raddbeitingu. Leiklistarleiki og spuni.

TÍMI: Námskeiðið hefst föstudaginn 12. febrúar 2016 og lýkur með leiksýningu á Bugsý Malone. Frumsýning er fyrirhuguð í lok maí eða byrjun juní. Æfingar verða á miðvikudögum og föstudögum frá kl 14:20 til 16:00. Þeir krakkar sem eru í burðarhlutverkum verða að geta mætt báða dagana en það er skyldumæting fyrir alla á föstudögum. Þegar líður að frumsýningu verða börnin að vera undir það búin að æfa oftar.

IMG 0012

STAÐUR: Æft verður í danssal Landakotskóla báða dagana en sýnt í gamla leikhúsinu Iðnó við Tjörnina.


KOSTNAÐUR: 35.000 kr. á barn

SKRÁNING OG UPPLÝSINGAR:

Inga Bjarnason leikstjóri og leiklistarkennari
 (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.), S. 8685560

Inga Bjarnason leikstjóri og leiklistarkennari: Stundaði nám í leiklist í Danmörku, Bretlandi og á Íslandi. Hún starfað í 10 ár sem leikari bæði hér heima og í bresku ferðaleikhúsi sem sýndi víðsvegar um Evrópu. Inga hefur leiksýrt á 5. tug leikverka hér heima og erlendis, bæði á leiksvið og í útvarp. Hún hefur einnig rekið eigin leikhús í Bretlandi og á Íslandi. Helstu sýningar sem hún hefur leikstýrt eru: Eins konar Alaska og Kveðjuskál eftir Pinter, Dauðadansinn eftir Strindberg, Makbeð eftir Shakespeare, Medeu og Trójudætur eftir forngríska höfundinn Evripídes. Auk þessa hefur hún kennt leiklist við grunnskóla, framhaldsskóla og í leikstjóradeild Háskólans í Cardiff. Inga hefur fengið listamannalaun frá ríki og borg. 2008 lauk hún kennararéttindarnámi frá LHÍ.

IMG 0003

Virginia Gillard leikari og trúður: er fædd í Ástralíu og fékk sína fyrstu leikhúsreynslu átta ára gömul í Leikhúsi unga fólksins í Ástralíu og starfaði með leikhúsinu öll sín barna og unglingsár.

Hún stundaði nám við National Institute of Drama Art, Centre, Sydney og Rada í London og hjá trúðmeistaranum Philippe Gaulier í París. Virginía starfaði svo í Sviss og London sem leikari, trúður og leikstjóri.

Frá árinu 1999 hefur hún einbeitt sér að trúðleik og kennslu. Hún var einn af stofnendum „kærleika í Skotlandi“ Clowndoctors og Elderflowers sem sérhæfir sig í að vinna með börnum, öryrkjum og öldruðu fólki og fjölskyldur þeirra inni á sjúkrastofnunum. Meginmarkmiðið er að veita þeim sem eru skertir af fötlum eða sjúkdómum gleði í gegnum leik.

Virginía hefur verið búsett á Íslandi frá 2011 og leikið í barnaleikritinu Ævintýri Munkhásens í leikstjórn Ágústu Skúladóttur í Gaflaraleikhúsinu og kennt námskeið í trúðleik fyrir fullorðna. Inga Bjarnason og Virginía Gillard hófu samstarf 2012 fyrst með leiklistarnámskeiðum fyrir börn og síðar með leiksýningu.

= = = = = = = = = = = = = = = = = = = = =

Nú hefur verið sett upp myndasafn úr starfi Leikhúss barnanna.

Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.